Í þágu komandi kynslóða Katrín Júlíusdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun