Hæstaréttardómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar