Af hverju býð ég mig fram? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun