Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax" 11. nóvember 2012 11:00 Orri Vigfússon Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði