

Sykurhamfarir
Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt.
Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu?
Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa?
Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd.
Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum.
Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna.
Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu.
Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum.
Skoðun

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar