Þær eru ógeðslega stórar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Verður Hún með? Þorgerður Anna Atladóttir er búin að vera frábær í vetur en meiddist fyrir viku síðan. Hún ætlar sér að spila í kvöld. Fréttablaðið/daníel Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn