Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sjá meira
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sjá meira