Björgvin Páll: Við erum of góðir til að vera í sama liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Björgvin Páll kom til Magdeburg sumarið 2011. Nordic Photos / Getty Images Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta. Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta.
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira