SAS fækkar starfsmönnum um 40% 13. nóvember 2012 09:00 Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum. Nordicphotos/AFP Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira