
Menntakerfi fyrir nemendur
Samþætting menntunar og atvinnu
Starfshópur undir minni forystu með þátttöku fulltrúa framhaldsskóla og háskóla, aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa nemendahreyfinga og ráðuneyta hefur sent frá sér skýrslu um samþættingu menntunar og atvinnu, sem hefur að geyma átján tillögur um aðgerðir til að bæta menntunarstig þjóðarinnar, draga úr brotthvarfi nemenda og auka vægi verk- og tæknináms.
Skilvirkari menntastefna
Lagt er til að stjórnvöld setji sér það markmið að allir nemendur í framhaldsskólum ljúki a.m.k. framhaldsskólaprófi sem hafi sjálfstætt gildi sem lokapróf eða fyrsta þrep í frekara framhaldsnámi. Námið verði sveigjanlegt og lagað að áhugasviði nemenda, og geti farið að hluta til fram á vinnustað. Horft verði m.a. til reynslu Hollendinga sem náð hafa góðum árangri með skuldbindandi námslok í framhaldsskólum.
Stytting og betri nýting námstíma
Mikilvægt er að nýta betur námstíma í grunn- og framhaldsskóla og auka skilvirkni í menntakerfinu. Lagt er til að viðmiðunarnámstími í grunn- og framhaldsskólum verði 13 ár í stað 14 ára og námslok í framhaldsskólum verði því almennt við 19 ára aldur. Lagt er til að þeir fjármunir sem sparast við þessa styttingu verði nýttir til að bæta kjör kennara og skólastarfsfólks, auka sveigjanleika kennslu og styrkja starfsumhverfi skóla, þar með talið tækjakost, aðbúnað og námsgögn. Ætla má að stytting námstíma um eitt ár geti hliðrað fjármunum um 1,2 milljarða króna á ári, sem verði varið til fyrrnefndra nota.
Aðgerðir gegn brotthvarfi – einstaklingsmiðað nám
Mikilvægt er að stjórnvöld í samráði við skólasamfélagið og aðila vinnumarkaðar grípi til tafarlausra aðgerða til að draga verulega úr brotthvarfi nemenda. Leggja þarf áherslu á að stöðva nýliðun brotthvarfsnemenda með forvörnum og skimun í efri bekkjum grunnskóla. Með skimun er hægt að greina styrkleika og veikleika hvers nemanda og nýta þær upplýsingar til að sníða einstaklingsbundnar námsáætlanir sem ætlað er að kveikja áhuga nemenda og virkja á þeim sviðum þar sem hæfileikar þeirra og færni nýtast best. Starfshópurinn leggur fram hugmyndir um svokallaða námssamninga milli nemenda og kennara, með áfangaskiptum markmiðum um námsframvindu og árangur sem þessir aðilar auk forráðamanna nemenda skuldbinda sig til að fylgja eftir og endurskoða eftir þörfum.
Í orði en ekki á borði
Einstaklingsmiðað nám varð miðlægt í skólastefnu Reykjavíkurborgar undir lok síðustu aldar og skyldar áherslur hafa verið í grunnskólalögunum frá árinu 1974. Reyndar má finna hliðstæðu í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í 76. grein: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar fræðslu og menntunar við sitt hæfi.“ Í þessu niðurlagi er fólginn mikill sannleikur, sem því miður hefur ekki reynst leiðarljós íslenska menntakerfisins, því allt of margir nemendur velja ekki nám við sitt hæfi, heldur láta sjónarmið foreldra ráða námsvali eða taka mið af meginstraumi, sem oftar en ekki leiðir til þess að bóknám verður fyrir valinu. Afleiðingin er sú að margir nemendur eyða miklum tíma í nám sem hentar þeim ekki og margir hverfa frá námi um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þeirra sem snýr til baka í nám á þrítugsaldrinum velur verk- og tækninám og stór hluti þeirra sem útskrifast með sveinspróf er eldri en 25 ára.
Aukin virkni nemenda
Brýnt er að auka virkni nemenda í skólastofunni með verkefnabundnu námi sem ýtir undir frumkvæði, gagnrýna hugsun og skapandi starf nemenda. Nýta þarf nýja miðla sem nemendur nota utan skóla til að glæða áhuga þeirra á náminu og gera átak í að nútímavæða námsgagnaútgáfu með áherslu á margmiðlun og gagnvirkni.
Í næstu grein mun ég fjalla um tillögur starfshópsins varðandi eflingu verk- og tæknináms.
Skoðun

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þing í þágu kvenna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Drengir á jaðrinum
Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Þráinn Farestveit skrifar

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar