Hver býr til jólakonfektið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Algengt er að börn séu keypt sem ódýrt vinnuafl frá nágrannalöndum og látin vinna við hættulegar aðstæður; þau úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin þekkja ekkert annað en vinnu og fá hvorki tækifæri til að ganga í skóla né njóta samvista með fjölskyldum sínum. Barnaþrælkun verði útrýmt Árið 2002 tóku kakóframleiðendur og dreifingaraðilar sig saman og stofnuðu samtökin ICI (International Cocoa Initiative) með það markmið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaðinum fyrir 2005. Það tókst ekki og áætlar UNICEF að um hálf milljón barna vinni enn við framleiðslu á kakói í Vestur-Afríku. ICI hefur ítrekað veitt frest á yfirlýstu markmiði sínu og hefur nú framlengt hann til 2020; þá á að vera búið að útrýma barnaþrælkun í kakóiðnaði. Þau eru s.s. enn ófædd mörg þeirra barna sem munu vinna að kakóframleiðslu við hörmulegan aðbúnað. Mörgum þykir miða hægt í rétta átt og að framleiðendur, dreifingaraðilar og súkkulaðiverksmiðjur taki ekki nægjanlega hart á vandanum. Framleiðendur benda á að barnaþrælkun sé flókið og djúpstætt vandamál sem vandi sé að uppræta og að erfitt sé að komast inn í afskekkt héruð í Vestur-Afríku þar sem kakóbaunir eru ræktaðar. Nýleg rannsókn, gerð fyrir bandarísk yfirvöld, bendir til þess að lítill metnaður sé í raun lagður í að ná til kakóbænda og að mesta púðrið fari í fagrar yfirlýsingar og stefnur. Engin vottun hérlendis Enn sem komið er býður enginn íslenskur framleiðandi upp á súkkulaði þar sem vottað er að sanngjarnir viðskiptahættir hafi verið við hafðir. Úr því verða íslenskir súkkulaðiunnendur að bæta. Neytendur þurfa að krefjast þess að eiga kost á súkkulaði og kakói þar sem tryggt er að börn hafi ekki unnið við framleiðsluna og að verkafólk hafi fengið mannsæmandi laun. Við eigum að geta gefið börnunum okkar jólakonfekt og páskaegg sem eru ekki framleiðsla byggð á barnaþrælkun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar