Sveppasýkt húsnæði Teitur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði. Mismikil áhrif Mikilvægt er að átta sig á því að myglusveppir eru af margvíslegum toga og hafa mismikil áhrif á einstaklinga. Einkennum þeim sem oftast er lýst svipar til ofnæmis og líklega er líkami einstaklinga að bregðast við sveppagróum og eiturefnum þeirra á svipaðan hátt og hann gerir gagnvart frjókornum svo dæmi sé tekið. Viðkomandi kvartar um nefstíflur, hálssærindi, astmaeinkenni og hósta en einnig hefur verið lýst útbrotum og húðvandamálum. Vafalaust eru mun fleiri einkenni sem koma fram og þar sem þau geta verið ógreinileg er oftsinnis öðru kennt um sem orsök fyrir slappleika, orkuleysi og höfuðverk og fleira þess háttar sem mögulegt er að hljótist af útsetningu fyrir sveppagróum. Raki meginorsökin Þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem veldur því að myglusveppur sest að ber fyrst að telja raka sem meginorsökina og því er afar mikilvægt að hindra rakamyndun, passa vel upp á loftun rýma og þrífa vel og þurrka þau svæði þar sem raki myndast. Þá geta sveppir vaxið á nánast hvaða yfirborði sem er og í sumum tilfellum þarf að skipta út þeim efnum sem hafa sýkst, eins og teppum, timbri, pappír, lagnaefni og einangrun. Það liggur í hlutarins eðli að sveppagró eru allt í kringum okkur, bæði innandyra sem utan, og er mögulegt að mæla þéttni og fjölda með ýmsum rannsóknaraðferðum sem gagnast við uppvinnslu mála þar sem grunur leikur á heilsuspillandi aðstæðum. Mælingar í samhengi Mikilvægt er að setja mælingar í samhengi við árstíðir og bera saman magnmælingu milli svæða, sem og að bera saman við magn utandyra. Þarna liggur líka vandamálið við greiningu, þar sem ekki er hægt að skilgreina nema að litlu leyti þau mörk mismunandi sveppagróa sem eru talin þolanleg. Þá er ekki tekið tillit til einstaklingsbundinna þátta sem geta verið margbreytilegir til viðbótar. Það skiptir einnig máli hvort notaðir eru evrópskir mælikvarðar eða amerískir, sem gerir þetta enn erfiðara viðfangs, en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um loftgæði innandyra sem gefa okkur ágætis innsýn í vandamálið. Við þekkjum öll einstaklinga sem þjást af ofnæmi og við vitum að ekki eru allir með sömu tegund; sumir bregðast við dýrahárum, aðrir við frjókornum og þá er styrkur eða alvarleiki einkenna mismunandi og meðhöndlunarþörfin einnig. Hið sama á við þegar einstaklingar bregðast við myglusvepp, einkennin eru á öllum skalanum og greining getur því verið ansi snúin. Þurfa að vera vel vakandi Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þurfa því að vera vel vakandi og hafa þessa mismunagreiningu í huga og spyrja um umhverfisþætti, húsnæði og vinnustað þegar skjólstæðingar leita til þeirra með þá einkennaflóru sem nefnd er hér að ofan. Vinnuveitendur bera ábyrgð á að ekki séu heilsuspillandi aðstæður á vinnustað og að brugðist sé við þeim á viðunandi hátt. Þá þurfa einstaklingar að huga að því hvort mygla leynist á heimili þeirra, finni þeir fyrir einkennum sem ég hef lýst hér að ofan og ekki finnst skýring á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði. Mismikil áhrif Mikilvægt er að átta sig á því að myglusveppir eru af margvíslegum toga og hafa mismikil áhrif á einstaklinga. Einkennum þeim sem oftast er lýst svipar til ofnæmis og líklega er líkami einstaklinga að bregðast við sveppagróum og eiturefnum þeirra á svipaðan hátt og hann gerir gagnvart frjókornum svo dæmi sé tekið. Viðkomandi kvartar um nefstíflur, hálssærindi, astmaeinkenni og hósta en einnig hefur verið lýst útbrotum og húðvandamálum. Vafalaust eru mun fleiri einkenni sem koma fram og þar sem þau geta verið ógreinileg er oftsinnis öðru kennt um sem orsök fyrir slappleika, orkuleysi og höfuðverk og fleira þess háttar sem mögulegt er að hljótist af útsetningu fyrir sveppagróum. Raki meginorsökin Þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem veldur því að myglusveppur sest að ber fyrst að telja raka sem meginorsökina og því er afar mikilvægt að hindra rakamyndun, passa vel upp á loftun rýma og þrífa vel og þurrka þau svæði þar sem raki myndast. Þá geta sveppir vaxið á nánast hvaða yfirborði sem er og í sumum tilfellum þarf að skipta út þeim efnum sem hafa sýkst, eins og teppum, timbri, pappír, lagnaefni og einangrun. Það liggur í hlutarins eðli að sveppagró eru allt í kringum okkur, bæði innandyra sem utan, og er mögulegt að mæla þéttni og fjölda með ýmsum rannsóknaraðferðum sem gagnast við uppvinnslu mála þar sem grunur leikur á heilsuspillandi aðstæðum. Mælingar í samhengi Mikilvægt er að setja mælingar í samhengi við árstíðir og bera saman magnmælingu milli svæða, sem og að bera saman við magn utandyra. Þarna liggur líka vandamálið við greiningu, þar sem ekki er hægt að skilgreina nema að litlu leyti þau mörk mismunandi sveppagróa sem eru talin þolanleg. Þá er ekki tekið tillit til einstaklingsbundinna þátta sem geta verið margbreytilegir til viðbótar. Það skiptir einnig máli hvort notaðir eru evrópskir mælikvarðar eða amerískir, sem gerir þetta enn erfiðara viðfangs, en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um loftgæði innandyra sem gefa okkur ágætis innsýn í vandamálið. Við þekkjum öll einstaklinga sem þjást af ofnæmi og við vitum að ekki eru allir með sömu tegund; sumir bregðast við dýrahárum, aðrir við frjókornum og þá er styrkur eða alvarleiki einkenna mismunandi og meðhöndlunarþörfin einnig. Hið sama á við þegar einstaklingar bregðast við myglusvepp, einkennin eru á öllum skalanum og greining getur því verið ansi snúin. Þurfa að vera vel vakandi Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þurfa því að vera vel vakandi og hafa þessa mismunagreiningu í huga og spyrja um umhverfisþætti, húsnæði og vinnustað þegar skjólstæðingar leita til þeirra með þá einkennaflóru sem nefnd er hér að ofan. Vinnuveitendur bera ábyrgð á að ekki séu heilsuspillandi aðstæður á vinnustað og að brugðist sé við þeim á viðunandi hátt. Þá þurfa einstaklingar að huga að því hvort mygla leynist á heimili þeirra, finni þeir fyrir einkennum sem ég hef lýst hér að ofan og ekki finnst skýring á.