Arnór: Markmiðið að spila með Flensburg á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2012 07:00 Arnór Atlason skilur eftir sig stórt skarð hjá Flensburg og íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Í gær fékk landsliðsmaðurinn Arnór Atlason það endanlega staðfest að hann væri með slitna hásin á vinstri fæti. Hann fer í aðgerð strax á morgun og er talið að hann verði frá keppni næstu 5-6 mánuðina. Það var því eðlilega heldur þungt hljóðið í Arnóri þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta er ekki gaman. Maður fyllist bara hálfgerðu vonleysi," segir Arnór sem meiddist í leik með liði sínu, Flensburg, gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu á laugardag. Arnór féll til jarðar í hraðaupphlaupi við blásaklausa hreyfingu, að því er virtist, og var þá strax ljóst að meiðslin væru alvarleg. „Mér fannst eins og einhver hefði dúndrað aftan í löppina. Svo leit ég við en sá ekki neinn. Þá var ég nokkuð viss um hvað hafði gerst enda hefur maður áður heyrt sams konar lýsingar á þessum meiðslum." Hann segir að fyrirfram hefði ekkert bent til þess hvað væri í vændum. „Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér var búið að ganga mjög vel og fannst ég hafa náð að hjálpa liðinu mikið, sérstaklega þar sem hinir tveir eru meiddir," segir hann en þeir Lars Kaufmann og Petar Djordjic, sem spila báðir í sömu stöðu og Arnór, hafa verið frá vegna meiðsla. Arnór var fenginn til liðsins í sumar til að fylla skarð þeirra en nú á Flensburg engan leikmann í stöðu vinstri skyttu. „Það eru spennandi tímar fram undan, bæði með Flensburg og landsliðinu, og því er þetta sérstaklega leiðinlegt," segir Arnór. „En stóra markmiðið hjá mér er að ná leik með Flensburg áður en tímabilið klárast. Endurhæfingin gæti tekið 5-6 mánuði og það eru sex og hálfur mánuður eftir af tímabilinu. Maður verður að hafa eitthvað markmið til að stefna að og þessu ætla ég mér að ná." Forráðamenn og þjálfari Flensburg lýstu því yfir strax eftir leik um helgina að Arnór fengi allan þann stuðning sem hann þyrfti. Það er þó þegar ljóst að hann mun fara frá liðinu í sumar en Arnór gerði nýlega þriggja ára samning við St. Raphaël í Frakklandi. „Það er ákveðið öryggi í því en annars var ég ekkert búinn að leiða hugann að því. Þeir hjá St. Raphaël eru búnir að láta heyra í sér og sýna þessu fullan skilning – sem er gott. En ég veit að ég er í mjög góðum höndum í Flensburg og vil því ná einum leik til viðbótar hér, að minnsta kosti." Arnór missir af HM á Spáni og verður sjálfsagt sárt saknað í íslenska landsliðinu. „Það er grautfúlt. Þetta var eitt það fyrsta sem ég hugsaði um – að ég myndi ekki ná HM. En það er ekkert við þessu að gera," segir Arnór, sem missti einnig af EM 2008 í Noregi vegna meiðsla. Þá var hann meiddur á hné og þurfti í aðgerð. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, varð sjálfur fyrir því óláni að slíta hásin tvívegis á sínum handboltaferli. Hvort Arnór hafi fengið viðkvæmar hásinar í vöggugjöf skal ósagt látið en Arnór gat leyft sér að hlægja að samlíkingunni við föður sinn. „En ætli hann hafi nú ekki gefið mér eitthvað annað líka," segir hann í léttum dúr. Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Í gær fékk landsliðsmaðurinn Arnór Atlason það endanlega staðfest að hann væri með slitna hásin á vinstri fæti. Hann fer í aðgerð strax á morgun og er talið að hann verði frá keppni næstu 5-6 mánuðina. Það var því eðlilega heldur þungt hljóðið í Arnóri þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta er ekki gaman. Maður fyllist bara hálfgerðu vonleysi," segir Arnór sem meiddist í leik með liði sínu, Flensburg, gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu á laugardag. Arnór féll til jarðar í hraðaupphlaupi við blásaklausa hreyfingu, að því er virtist, og var þá strax ljóst að meiðslin væru alvarleg. „Mér fannst eins og einhver hefði dúndrað aftan í löppina. Svo leit ég við en sá ekki neinn. Þá var ég nokkuð viss um hvað hafði gerst enda hefur maður áður heyrt sams konar lýsingar á þessum meiðslum." Hann segir að fyrirfram hefði ekkert bent til þess hvað væri í vændum. „Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér var búið að ganga mjög vel og fannst ég hafa náð að hjálpa liðinu mikið, sérstaklega þar sem hinir tveir eru meiddir," segir hann en þeir Lars Kaufmann og Petar Djordjic, sem spila báðir í sömu stöðu og Arnór, hafa verið frá vegna meiðsla. Arnór var fenginn til liðsins í sumar til að fylla skarð þeirra en nú á Flensburg engan leikmann í stöðu vinstri skyttu. „Það eru spennandi tímar fram undan, bæði með Flensburg og landsliðinu, og því er þetta sérstaklega leiðinlegt," segir Arnór. „En stóra markmiðið hjá mér er að ná leik með Flensburg áður en tímabilið klárast. Endurhæfingin gæti tekið 5-6 mánuði og það eru sex og hálfur mánuður eftir af tímabilinu. Maður verður að hafa eitthvað markmið til að stefna að og þessu ætla ég mér að ná." Forráðamenn og þjálfari Flensburg lýstu því yfir strax eftir leik um helgina að Arnór fengi allan þann stuðning sem hann þyrfti. Það er þó þegar ljóst að hann mun fara frá liðinu í sumar en Arnór gerði nýlega þriggja ára samning við St. Raphaël í Frakklandi. „Það er ákveðið öryggi í því en annars var ég ekkert búinn að leiða hugann að því. Þeir hjá St. Raphaël eru búnir að láta heyra í sér og sýna þessu fullan skilning – sem er gott. En ég veit að ég er í mjög góðum höndum í Flensburg og vil því ná einum leik til viðbótar hér, að minnsta kosti." Arnór missir af HM á Spáni og verður sjálfsagt sárt saknað í íslenska landsliðinu. „Það er grautfúlt. Þetta var eitt það fyrsta sem ég hugsaði um – að ég myndi ekki ná HM. En það er ekkert við þessu að gera," segir Arnór, sem missti einnig af EM 2008 í Noregi vegna meiðsla. Þá var hann meiddur á hné og þurfti í aðgerð. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, varð sjálfur fyrir því óláni að slíta hásin tvívegis á sínum handboltaferli. Hvort Arnór hafi fengið viðkvæmar hásinar í vöggugjöf skal ósagt látið en Arnór gat leyft sér að hlægja að samlíkingunni við föður sinn. „En ætli hann hafi nú ekki gefið mér eitthvað annað líka," segir hann í léttum dúr.
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira