Skapandi til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar. Brýnt er að ólíkir aðilar í stjórnsýslu og stoðkerfi greinanna taki höndum saman við að treysta grundvöll skapandi greina. Mikilvægt er að fá betri yfirsýn með hagtölum um skapandi starfsemi þannig að unnt sé að byggja upp sögulega sýn á þróun mála og öðlast samanburð við þær þjóðir sem lengst eru komnar í þessum efnum. Þannig geta skapandi greinar orðið ríkari þáttur í atvinnustefnu þjóðarinnar um leið og þær leggja mikið til menningarlegrar velsældar og sjálfsmyndar þjóðarinnar. Stuðning hins opinbera þarf að vanda. Um leið og ljóst er að stofnanir hins opinbera skipta miklu máli innan hverrar listgreinar er einnig mikilvægt að hugað sé að grasrótarstarfi þar sem frumsköpun fer fram og reynt er á þanþol listgreinanna. Fjölgum stoðum íslensks atvinnulífs Skapandi greinar eru þáttur í stefnu stjórnvalda bæði á sviði menningar og á sviði atvinnu og nýsköpunar. Í nýrri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu verkefnasjóða skapandi greina. Stuðningur við kvikmyndagerð verður efldur myndarlega og til sögunnar koma nýir verkefnasjóðir á sviði myndlistar og hönnunar, auk sérstaks sjóðs sem ætlað er að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Þá verða efldir þeir verkefnasjóðir sem fyrir eru á ólíkum sviðum. Nauðsynlegt er að íhuga breytingar á atvinnuháttum í íslensku samfélagi. Eftir því sem íslenskt samfélag verður fjölbreyttara er mikilvægt að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og auka um leið félags- og menningarlega velsæld. Þar skipta skapandi greinar miklu máli sem sést á sívaxandi útflutningi hvers kyns menningarafurða. Skapandi greinar ásamt margvíslegri þekkingarstarfsemi, rannsóknum og nýsköpun, geta orðið einn af máttarstólpum íslensks atvinnulífs. Hins vegar þarf umræða um efnahagsleg áhrif skapandi greina ekki að þýða að hvert verkefni verði metið út frá hagnaðarvonum. Undirstaða skapandi greina er listsköpunin sem alltaf á rétt á sér óháð öllum slíkum mælikvörðum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun