Hvað gerist þegar lífið tekur nýja stefnu? 22. nóvember 2012 00:01 Úr sýningu Íslenska dansflokksins Fréttablaðið/Vilhelm Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast." Lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Sjá meira
Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast."
Lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Sjá meira