Rósarstríðinu er ekki lokið kolbeinn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 10:00 Skrifstofan Lögmaður Rósarinnar hefur farið fram á öll gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um að afmá félaga af kjörskrá.fréttablaðið/vilhelm Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum." Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum."
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira