Æfa með einu besta félagi heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2012 06:00 Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst." Innlendar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst."
Innlendar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira