Litla-netið-okkar.is Pawel Bartoszek skrifar 7. desember 2012 06:00 Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. Þar, úti á hinu stóra interneti, gátu útlendingar til dæmis keypt lén með íslenskum „.is“-endingum. Þeir voru raunar ekkert rosalega margir sem það gerðu en tilhugsunin ein var óþægileg. Einhver útlendingur gat keypt upp lén eins og origami-and-pizza.is án þess að hafa nein tengsl við Ísland! Menn sögðu: „Hvað ef einhver Íslendingur vill síðan setja upp eigin síðu helgaða pappírsbroti og flatbökum? Hvað þá?“ Svo fór að mönnum datt í hug að banna útlendingum að eiga íslensk lén með því að krefjast þess að allir sem keyptu slík lén hefðu íslenska kennitölu. Þessi hugmynd reyndist misráðin. Íslensku lénin urðu einfaldlega enn dýrari í kaupum, uppsetningu og hýsingu. Menn gátu keypt upp „.com“ lén og sett upp eigin síðu sama kvöld, en með „.is“-lénin var þetta miklu meira vesen. Flestir Íslendingar fóru þannig að kaupa erlend lén. Því miður varð það erfiðara eftir því sem öðrum ríkjum fór að þykja þessi regla um að banna útlendingum að kaupa lén sniðug. Fleiri ríki fóru að krefja menn um kennitölur, skilríki og „tengsl við landið“. Jafnvel í Bandaríkjunum var farið að ræða það að einskorða „.com“ lén við fyrirtæki sem væru bandarísk. Heimurinn varð verri og við hjálpuðum til. Stefnan „is-endingar fyrir Ís-lendinga!“ reyndist bara eitt skref í átt til þess að girða hinn „íslenska hluta netsins“ af fyrir óæskilegum ytri áhrifum. Næst bönnuðu menn fjárhættuspil með því að banna kortafyrirtækjum að sjá um millifærslur fyrir erlendar spilasíður. Þetta var gert með þeim rökum að næstum því 1% fullorðins fólks spilaði meiri póker á netinu en ríkið taldi því hollt. Þessi ráð dugðu hins vegar ekki nægilega vel og fólk fann leiðir fram hjá þeim. Þá var lögunum breytt og einfaldlega lokað fyrir síðurnar á Íslandi. Svo voru sett upp einhver netspilavíti sem rekin voru af íslenskum einokunaraðilum. Menn sögðu: „Ef Íslendingar eiga að tapa í póker á netinu skulu þeir í það minnsta tapa fyrir öðrum Íslendingum! Og Íslendingar skulu hirða gróðann!“ Næst fór klámið svipaða leið, fyrst var lokað á greiðslurnar, svo síðurnar. Fáir mótmæltu þessu því það skoðar næstum því enginn klám. Svo er klám hvort sem er bannað á Íslandi. Þá var farið að loka hvers kyns síðum þar sem fólk gat deilt tónlist og kvikmyndum mislöglega. „Af hverju að hafa opið fyrir síður sem bjóða aðallega upp á hluti sem eru ólöglegir á Íslandi?“ spurðu menn.Raunveruleg hætta? Ég gæti haldið hér áfram og málað upp dekkri og dekkri framtíð – jafnvel framtíð þar sem stór hluti síðna á netinu er læstur Íslendingum. Kannski þætti einhverjum það ótrúverðug bölsýni. En til hvers að stíga nokkur skref í þá átt? Um leið og menn fara að skipa kortafyrirtækjum að banna viðskiptavinum sínum að borga fyrir ákveðna tegund af þjónustu verða menn fljótir að bæta við þann svarta lista. Menn munu segja að þetta sé bara spurning um að það sé „farið að lögum“ og rökstyðja eitt bann með því að vísa til annars. Um leið að við bönnum nógu margt munu menn tala um að það sé „ábyrgðarhlutur að leyfa“ hitt sem ekki er bannað. Erlendar stefnumótasíður: „Er þetta ekki allt meira og minna mansal?“ Erlendar tónlistarsíður: „Fá tónlistarmennirnir nokkuð borgað?“ Og svo framvegis. Fá erlend fyrirtæki nenna að sníða þjónustu sína sérstaklega að lögum 300 þúsund manna markaðar. Þess vegna hryllir mig við öllum tilraunum til þess að búa til sérstakt íslenskt netsvæði þar sem einhver séríslensk lögmál gilda. En þetta eru ekki nýjar hugmyndir. Tollar og viðskiptahindranir eru þekktar leiðir þjóða til að gera sjálfar sig fátækari. Við þurfum bara að spyrna við fótum í þetta skiptið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti. Þar, úti á hinu stóra interneti, gátu útlendingar til dæmis keypt lén með íslenskum „.is“-endingum. Þeir voru raunar ekkert rosalega margir sem það gerðu en tilhugsunin ein var óþægileg. Einhver útlendingur gat keypt upp lén eins og origami-and-pizza.is án þess að hafa nein tengsl við Ísland! Menn sögðu: „Hvað ef einhver Íslendingur vill síðan setja upp eigin síðu helgaða pappírsbroti og flatbökum? Hvað þá?“ Svo fór að mönnum datt í hug að banna útlendingum að eiga íslensk lén með því að krefjast þess að allir sem keyptu slík lén hefðu íslenska kennitölu. Þessi hugmynd reyndist misráðin. Íslensku lénin urðu einfaldlega enn dýrari í kaupum, uppsetningu og hýsingu. Menn gátu keypt upp „.com“ lén og sett upp eigin síðu sama kvöld, en með „.is“-lénin var þetta miklu meira vesen. Flestir Íslendingar fóru þannig að kaupa erlend lén. Því miður varð það erfiðara eftir því sem öðrum ríkjum fór að þykja þessi regla um að banna útlendingum að kaupa lén sniðug. Fleiri ríki fóru að krefja menn um kennitölur, skilríki og „tengsl við landið“. Jafnvel í Bandaríkjunum var farið að ræða það að einskorða „.com“ lén við fyrirtæki sem væru bandarísk. Heimurinn varð verri og við hjálpuðum til. Stefnan „is-endingar fyrir Ís-lendinga!“ reyndist bara eitt skref í átt til þess að girða hinn „íslenska hluta netsins“ af fyrir óæskilegum ytri áhrifum. Næst bönnuðu menn fjárhættuspil með því að banna kortafyrirtækjum að sjá um millifærslur fyrir erlendar spilasíður. Þetta var gert með þeim rökum að næstum því 1% fullorðins fólks spilaði meiri póker á netinu en ríkið taldi því hollt. Þessi ráð dugðu hins vegar ekki nægilega vel og fólk fann leiðir fram hjá þeim. Þá var lögunum breytt og einfaldlega lokað fyrir síðurnar á Íslandi. Svo voru sett upp einhver netspilavíti sem rekin voru af íslenskum einokunaraðilum. Menn sögðu: „Ef Íslendingar eiga að tapa í póker á netinu skulu þeir í það minnsta tapa fyrir öðrum Íslendingum! Og Íslendingar skulu hirða gróðann!“ Næst fór klámið svipaða leið, fyrst var lokað á greiðslurnar, svo síðurnar. Fáir mótmæltu þessu því það skoðar næstum því enginn klám. Svo er klám hvort sem er bannað á Íslandi. Þá var farið að loka hvers kyns síðum þar sem fólk gat deilt tónlist og kvikmyndum mislöglega. „Af hverju að hafa opið fyrir síður sem bjóða aðallega upp á hluti sem eru ólöglegir á Íslandi?“ spurðu menn.Raunveruleg hætta? Ég gæti haldið hér áfram og málað upp dekkri og dekkri framtíð – jafnvel framtíð þar sem stór hluti síðna á netinu er læstur Íslendingum. Kannski þætti einhverjum það ótrúverðug bölsýni. En til hvers að stíga nokkur skref í þá átt? Um leið og menn fara að skipa kortafyrirtækjum að banna viðskiptavinum sínum að borga fyrir ákveðna tegund af þjónustu verða menn fljótir að bæta við þann svarta lista. Menn munu segja að þetta sé bara spurning um að það sé „farið að lögum“ og rökstyðja eitt bann með því að vísa til annars. Um leið að við bönnum nógu margt munu menn tala um að það sé „ábyrgðarhlutur að leyfa“ hitt sem ekki er bannað. Erlendar stefnumótasíður: „Er þetta ekki allt meira og minna mansal?“ Erlendar tónlistarsíður: „Fá tónlistarmennirnir nokkuð borgað?“ Og svo framvegis. Fá erlend fyrirtæki nenna að sníða þjónustu sína sérstaklega að lögum 300 þúsund manna markaðar. Þess vegna hryllir mig við öllum tilraunum til þess að búa til sérstakt íslenskt netsvæði þar sem einhver séríslensk lögmál gilda. En þetta eru ekki nýjar hugmyndir. Tollar og viðskiptahindranir eru þekktar leiðir þjóða til að gera sjálfar sig fátækari. Við þurfum bara að spyrna við fótum í þetta skiptið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun