Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar 15. nóvember 2024 20:31 Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Ekki er vanþörf á því undanfarin ár hefur staða bænda versnað jafnt og stöðugt og virðist seta Framsóknarmanna í ríkisstjórn hafa skipt litlu máli, en það kemur ekki á óvart því þeir hafa ekki haft áhuga á að stýra ráðuneyti landbúnaðarmála árum saman. Það er því undarlegt að þeir vakni upp rétt fyrir kosningar og skammi þá sem ekki hafa verið við völd fyrir ástandið. Því miður er það svo að sótt er að íslenskri framleiðslu og kjör bænda hafa stöðugt verið að versna. Svo mjög að bændur sáu sér ekki annað fært en að kalla saman aukabúnaðarþing fyrir ári síðan þar sem samþykkt var sérstök ályktun um afkomuvanda bænda. Um leið lýsti þetta aukabúnaðarþing yfir áhyggjum sínum af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar. Hvar voru Framsóknarmenn þá? Enginn getur efast um að þessar ályktanir voru áfellisdómur yfir stjórnarstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem Framsóknarflokkurinn hefur setið í. Í ályktun aukabúnaðarþingsins um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“ Komi tafarlaust til móts við bráðavanda Þarna birtist ákall um viðbrögð við bráðavanda, já bráðavanda. Þingið sá sér ekki annað fært en að kalla eftir því að stjórnvöld kæmu tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá var lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld settust að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga yrði metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Niðurstaða aukabúnaðarþingsins var: Hvorugt er uppfyllt í dag. Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið En það sem er að trufla bændur hvað mest undir stjórn Framsóknarflokksins er verklag og regluverk tolla. Aukabúnaðarþingið áréttaði sérstaklega mikilvægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Allir bændur vita að eftirliti með innfluttum landbúnaðarvörum hefur verið verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magntolla samkvæmt tollskrá. Hvar var vakt Framsóknarflokksins þá? Verkin sýna merkin Í niðurstöðu sérstaks ráðuneytisstjórahóps sem matvælaráðuneytið stóð að fyrir ári síðan kom fram að laun í kúabúskap og sauðfjárrækt hafa staðið í stað eða lækkað frá árinu 2016. Um leið jukust langtímaskuldir bænda á árunum 2016-2022. Í skýrslunni var bent á að bændur í mjólkurframleiðslu væru almennt skuldsettari en í öðrum búgreinum vegna samþjöppunar og fjárfestinga. Einnig benti skýrslan á að fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið frá árinu 2021. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur haft slæmar afleiðingar fyrir bændur sem þurfa að þola háan fjármagskostnað án þess að geta velt kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Fyrir ári síðan skrifaði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson, þetta: „Við lestur fjárlagafrumvarpsins er engin vísbending um aukin framlög til landbúnaðar, að undanskildu auknu fjármagni til eflingar kornræktar en engin teikn á lofti um hvernig stjórnvöld hafa í hyggju að koma til móts við afkomuvanda í greininni.“ Þá sem nú, eru bændur skildir eftir einir á vakt Framsóknarflokksins. Það hefur engin stefnubreyting orðið á áhugaleysi Framsóknarflokksins á málefnum landbúnaðarins síðustu árin. Nýfengið hugrekki fólks á lista þessa fyrrverandi flokks bænda til þess að ráðast til atlögu við Miðflokkinn með útúrsnúningi, hálfsannleik og hreinum og klárum ósannindum er tilkomið vegna hræðslu við að missa þingsæti og völd í komandi alþingiskosningum. Bændur fylgjast alltaf með hagsmunamálum stéttarinnar en ekki aðeins rétt fyrir kosningar. Því sjá þeir í gegnum hjákátlega kosningabrellu Framsóknarflokksins sem birtist í skoðanagrein á visir.is. Áfram Ísland. Höfundur er sauðfjárbóndi, varaþingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar. Ekki er vanþörf á því undanfarin ár hefur staða bænda versnað jafnt og stöðugt og virðist seta Framsóknarmanna í ríkisstjórn hafa skipt litlu máli, en það kemur ekki á óvart því þeir hafa ekki haft áhuga á að stýra ráðuneyti landbúnaðarmála árum saman. Það er því undarlegt að þeir vakni upp rétt fyrir kosningar og skammi þá sem ekki hafa verið við völd fyrir ástandið. Því miður er það svo að sótt er að íslenskri framleiðslu og kjör bænda hafa stöðugt verið að versna. Svo mjög að bændur sáu sér ekki annað fært en að kalla saman aukabúnaðarþing fyrir ári síðan þar sem samþykkt var sérstök ályktun um afkomuvanda bænda. Um leið lýsti þetta aukabúnaðarþing yfir áhyggjum sínum af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar. Hvar voru Framsóknarmenn þá? Enginn getur efast um að þessar ályktanir voru áfellisdómur yfir stjórnarstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem Framsóknarflokkurinn hefur setið í. Í ályktun aukabúnaðarþingsins um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“ Komi tafarlaust til móts við bráðavanda Þarna birtist ákall um viðbrögð við bráðavanda, já bráðavanda. Þingið sá sér ekki annað fært en að kalla eftir því að stjórnvöld kæmu tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá var lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld settust að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga yrði metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Niðurstaða aukabúnaðarþingsins var: Hvorugt er uppfyllt í dag. Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið En það sem er að trufla bændur hvað mest undir stjórn Framsóknarflokksins er verklag og regluverk tolla. Aukabúnaðarþingið áréttaði sérstaklega mikilvægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Allir bændur vita að eftirliti með innfluttum landbúnaðarvörum hefur verið verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magntolla samkvæmt tollskrá. Hvar var vakt Framsóknarflokksins þá? Verkin sýna merkin Í niðurstöðu sérstaks ráðuneytisstjórahóps sem matvælaráðuneytið stóð að fyrir ári síðan kom fram að laun í kúabúskap og sauðfjárrækt hafa staðið í stað eða lækkað frá árinu 2016. Um leið jukust langtímaskuldir bænda á árunum 2016-2022. Í skýrslunni var bent á að bændur í mjólkurframleiðslu væru almennt skuldsettari en í öðrum búgreinum vegna samþjöppunar og fjárfestinga. Einnig benti skýrslan á að fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið frá árinu 2021. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur haft slæmar afleiðingar fyrir bændur sem þurfa að þola háan fjármagskostnað án þess að geta velt kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Fyrir ári síðan skrifaði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Gunnar Þorgeirsson, þetta: „Við lestur fjárlagafrumvarpsins er engin vísbending um aukin framlög til landbúnaðar, að undanskildu auknu fjármagni til eflingar kornræktar en engin teikn á lofti um hvernig stjórnvöld hafa í hyggju að koma til móts við afkomuvanda í greininni.“ Þá sem nú, eru bændur skildir eftir einir á vakt Framsóknarflokksins. Það hefur engin stefnubreyting orðið á áhugaleysi Framsóknarflokksins á málefnum landbúnaðarins síðustu árin. Nýfengið hugrekki fólks á lista þessa fyrrverandi flokks bænda til þess að ráðast til atlögu við Miðflokkinn með útúrsnúningi, hálfsannleik og hreinum og klárum ósannindum er tilkomið vegna hræðslu við að missa þingsæti og völd í komandi alþingiskosningum. Bændur fylgjast alltaf með hagsmunamálum stéttarinnar en ekki aðeins rétt fyrir kosningar. Því sjá þeir í gegnum hjákátlega kosningabrellu Framsóknarflokksins sem birtist í skoðanagrein á visir.is. Áfram Ísland. Höfundur er sauðfjárbóndi, varaþingmaður og frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun