Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun