Haldið í vonina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. desember 2012 06:00 Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Árangur fundarins í Doha felst fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi er gildistími Kyoto-bókunarinnar framlengdur um átta ár, fram til 2020. Þannig er eini lagalega bindandi samningurinn um loftslagsmál áfram í gildi, sem hefur líklega fyrst og fremst táknræna merkingu. Það hefur nefnilega kvarnazt úr þeim hópi iðnvæddra ríkja, sem í upphafi stóð að Kyoto-bókuninni. Bandaríkin staðfestu hana aldrei og nú hafa Rússland, Kanada og Japan sömuleiðis gengið úr skaftinu. Ríkin sem standa að bókuninni losa samanlagt aðeins um 15% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Í öðru lagi er að því stefnt að innan þriggja ára verði gerður nýr, lagalega bindandi samningur þar sem öll ríki, jafnt iðnríki sem þróunarríki, taki á sig skuldbindingar um að draga úr losun. Aðeins þannig er hægt að koma böndum á losun þeirra ríkja þar sem mengunin vex hraðast í dag, til dæmis Kína og Indlands. Það krefst þess hins vegar að ríku löndin hjálpi til með stuðningi við loftslagsvæna tækni. Þannig má segja að niðurstaðan í Doha þýði að enn megi halda í vonina um að það takist að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en tvær gráður, en víðtæk samstaða er meðal vísindamanna um að meiri hlýnun muni hafa afar skaðvænleg áhrif. Samkomulag árið 2015 er alls ekki í hendi. Saga loftslagsviðræðna undanfarinn hálfan annan áratug sýnir að gríðarlegir sérhagsmunir ríkja og atvinnugreina vinna gegn heildarhagsmunum mannkynsins af því að taka loftslagsvæna tækni í þjónustu sína og hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Ef nýr samningur á að nást saman á tilskildum tíma þannig að hann geti tekið gildi árið 2020, eins og stefnt er að, þarf almenningur í ríkjum heims að þrýsta miklu meira á ráðamenn en hingað til. Ísland getur verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja sem áfram halda tryggð við Kyoto-bókunina. Ísland hefur sömuleiðis bundið trúss sitt við framsæknustu ríkin í loftslagsmálum, Evrópusambandsríkin og Króatíu, sem taka á sig sameiginlega skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á tímabilinu 1990-2020. Ísland nýtir ekki lengur sérstöðu sína varðandi endurnýjanlega orku til að sækjast eftir undanþágum og sérlausnum í loftslagsmálum, heldur ber sömu byrðar og önnur ríki. Enda er það svo að þrátt fyrir alla endurnýjanlegu, hreinu orkuna okkar er Ísland í hópi ríkja sem nota hvað mest jarðefnaeldsneyti á mann. Við þurfum að taka til hendinni heima fyrir, en líka að miðla þekkingu okkar til ríkja sem standa verr að vígi. Verkefni um stórfellda nýtingu jarðhita í Austur-Afríkuríkjum, sem Ísland stendur að ásamt Norræna þróunarsjóðnum, er dæmi um hvað við getum gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Árangur fundarins í Doha felst fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi er gildistími Kyoto-bókunarinnar framlengdur um átta ár, fram til 2020. Þannig er eini lagalega bindandi samningurinn um loftslagsmál áfram í gildi, sem hefur líklega fyrst og fremst táknræna merkingu. Það hefur nefnilega kvarnazt úr þeim hópi iðnvæddra ríkja, sem í upphafi stóð að Kyoto-bókuninni. Bandaríkin staðfestu hana aldrei og nú hafa Rússland, Kanada og Japan sömuleiðis gengið úr skaftinu. Ríkin sem standa að bókuninni losa samanlagt aðeins um 15% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Í öðru lagi er að því stefnt að innan þriggja ára verði gerður nýr, lagalega bindandi samningur þar sem öll ríki, jafnt iðnríki sem þróunarríki, taki á sig skuldbindingar um að draga úr losun. Aðeins þannig er hægt að koma böndum á losun þeirra ríkja þar sem mengunin vex hraðast í dag, til dæmis Kína og Indlands. Það krefst þess hins vegar að ríku löndin hjálpi til með stuðningi við loftslagsvæna tækni. Þannig má segja að niðurstaðan í Doha þýði að enn megi halda í vonina um að það takist að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en tvær gráður, en víðtæk samstaða er meðal vísindamanna um að meiri hlýnun muni hafa afar skaðvænleg áhrif. Samkomulag árið 2015 er alls ekki í hendi. Saga loftslagsviðræðna undanfarinn hálfan annan áratug sýnir að gríðarlegir sérhagsmunir ríkja og atvinnugreina vinna gegn heildarhagsmunum mannkynsins af því að taka loftslagsvæna tækni í þjónustu sína og hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Ef nýr samningur á að nást saman á tilskildum tíma þannig að hann geti tekið gildi árið 2020, eins og stefnt er að, þarf almenningur í ríkjum heims að þrýsta miklu meira á ráðamenn en hingað til. Ísland getur verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja sem áfram halda tryggð við Kyoto-bókunina. Ísland hefur sömuleiðis bundið trúss sitt við framsæknustu ríkin í loftslagsmálum, Evrópusambandsríkin og Króatíu, sem taka á sig sameiginlega skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á tímabilinu 1990-2020. Ísland nýtir ekki lengur sérstöðu sína varðandi endurnýjanlega orku til að sækjast eftir undanþágum og sérlausnum í loftslagsmálum, heldur ber sömu byrðar og önnur ríki. Enda er það svo að þrátt fyrir alla endurnýjanlegu, hreinu orkuna okkar er Ísland í hópi ríkja sem nota hvað mest jarðefnaeldsneyti á mann. Við þurfum að taka til hendinni heima fyrir, en líka að miðla þekkingu okkar til ríkja sem standa verr að vígi. Verkefni um stórfellda nýtingu jarðhita í Austur-Afríkuríkjum, sem Ísland stendur að ásamt Norræna þróunarsjóðnum, er dæmi um hvað við getum gert.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun