Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Helga María Heiðarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun