Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. desember 2012 07:30 Hörður Gunnarsson, formaður Vals. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið. „Að okkar mati hefur Reykjavíkurborg ekki staðið við þann samning sem gerður var 2008. Við erum með rekstrarsamning sem er annar hluti af samkomulaginu og hinn hlutinn snýr að viðhaldi eigna. Í fyrsta lagi var hann lækkaður einhliða og í öðru lagi var samningurinn vísitölutryggður en það er búið að kippa þeim lið út. Síðan er verið að draga úr þeim hluta sem snýr að viðhaldi og það kemur verr út fyrir þau örfáu félög sem eiga og reka sínar eignir. Þetta eru margar milljónir á ári sem við erum að ræða," segir Hörður. Hann er samt bjartsýnn á að Reykjavíkurborg muni að lokum standa við gerða samninga. „Það eru alltaf einhverjar viðræður í gangi og við höfum fengið þau fyrirheit að Reykjavíkurborg muni koma til baka með það sem af okkur var tekið. Samningarnir voru gerðir 2008 og 2009 til þriggja ára og það var aldrei staðið við þá samninga til fulls. Við ætlum að skipta um rekstrinum okkar í tvennt, í íþróttastarfssemi og rekstur mannvirkja, og við teljum að það séu aðrir betur fallnir til þess að sjá um rekstur á fasteignum félagsins og öðrum eignum. Þá getum við sem störfum hér innanhúss farið að einbeita okkur að rekstri íþróttafélags og íþróttastarfsins." Formaðurinn dregur ekkert úr því að starfsumhverfi íþróttafélaga hafi aldrei verið erfiðara. „Það er mjög erfitt umhverfi og við finnum vel fyrir því. Íþróttafélag eins og Valur gerir ráð fyrir því að stórir aðilar eins og Reykjavíkurborg standi við það samkomulag sem gert var á sínum tíma. Valur gerir áætlanir út frá slíku samkomulagi og skuldbindingar í kjölfarið. Það gefur augaleið að það er töluvert högg ef Reykjavíkurborg stendur ekki við það sem búið er að semja um. Íþróttafélög mega ekki við því að slíkir samningar haldi ekki," sagði Hörður.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti