Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2012 06:30 Byggingin milli Þjóðarbókhlöðu og Hótel Sögu verður þrjár hæðir og hulin stálhjúp. Framkvæmdin á að fá alþjóðlega umhverfisvottun.Mynd/Hornsteinar "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent