Býr til myndir úr hljóðum og texta fridrikab@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Öðruvísi vinna Hrafnhildur segir töluverðan mun á því að skrifa leikrit fyrir útvarp og fyrir svið.Fréttabaðið/Valli Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13. Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13.
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira