Fjárfestingar á Íslandi Arna Mathiesen skrifar 18. desember 2012 06:00 Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun