Persson og Skarphéðinsson Ögmundur Jónasson skrifar 18. desember 2012 06:00 Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Enn reynir okkar ágæti utanríkisráðherra að sýna fram á hve hagstætt það yrði Íslendingum að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu er nú leiddur til vitnis sósíaldemókrat og fyrrum forsætisráðherra Svía, Göran Persson. Um þennan systurflokksmann sinn segir Össur Skarphéðinsson: „Persson benti á að eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1994 hefðu þeir u.þ.b. tvöfaldað útflutning sinn. Síðustu 20 árin hefðu Svíar haft jákvæðan viðskipatjöfnuð við útlönd." Þetta telur utanríkisráðherra sem sagt vera góðan mælikvarða á ágæti Evrópusambandsaðildar. En hvernig skyldi okkur Íslendingum hafa reitt af á þessu tímabili? Nú þarf að gæta sín í samanburðarfræðunum. Þannig segja útflutningstölur eða viðskiptajöfnuður ekki alla söguna. Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir þá „reiknast til gjalda áfallnir vextir föllnu bankanna, sem verða aldrei greiddir", svo vitnað sé í nýlegan pistil frá greiningardeild Arion banka. Og ef við lítum á vöruútflutninginn verður að taka gengisbreytingar með í reikninginn. Vöruútflutningur Íslendinga nam árið 1994 rúmum 112 milljörðum króna en rúmum 620 á síðasta ári. Útflutningurinn hafði með öðrum orðum rúmlega fimmfaldast! Upphæðin hefði hins vegar tæplega þrefaldast ef upphæðir væru uppreiknaðar miðað við meðalgengi vöruviðskiptavogar á verðlagi í október 2012 og farið úr 217 milljörðum í rúmlega 632 milljarða á síðasta ári. Með öðrum orðum var vöruútflutningur frá Íslandi samkvæmt þessari reikniformúlu nær þrefalt meiri árið 2011 en hann hafði verið árið 1994! Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins. Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang velferðarþjónustu. Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum Skarphéðinssyni einhver fyllri rök en þau sem er að finna í sænskum hagskýrslum svo dugi til að sannfæra Íslendinga um að Evrópusambandsaðild sé allra meina bót.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun