Er of dýrt að skipta um peru? Einar Guðmundsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gasfylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostnaður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bíltegundum hafa jafnvel sést hærri upphæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjólabúnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti ökumaður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun