Loftslagsvandinn kallar á þátttöku kvenna 19. desember 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun