Félag ábyrgra hundaeigenda 19. desember 2012 06:00 Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar