Gagnlegir sögulærdómar 20. desember 2012 06:00 Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi?
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar