Erasmus-áætlunin 25 ára Ásgerður Kjartansdóttir og Guðmundur Hálfdánarson skrifar 21. desember 2012 06:00 Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi. Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi. Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi. Mikil áhrif Úttektir á Erasmus-áætluninni hafa leitt í ljós að hún hefur haft mikil áhrif, ekki bara á einstaklinga sem hafa tekið þátt í henni heldur líka á háskólaumhverfið í Evrópu. Áætlunin hefur stutt við Bologna-ferlið sem miðar að því að skapa samfellt menntasvæði á háskólastigi í Evrópu. Frá 1999 hefur hún t.d. stutt evrópska háskóla í að innleiða ECTS-einingarkerfið. Nánast allar stofnanir á háskólastigi í Evrópu taka þátt í Erasmus eða rúmlega 3.100 háskólar í 31 landi. Frá árinu 2007 hefur Erasmus verið hluti af menntaáætlun ESB (Lifelong Learning Programme 2007-2013) en um þessar mundir er verið að undirbúa nýjar samstarfsáætlanir ESB fyrir tímabilið 2014-2020. Nýja menntaáætlunin fær að öllum líkindum nafnið Erasmus fyrir alla og mun fela í sér aukin tækifæri fyrir ungt fólk og menntastofnanir í Evrópu. Frekari upplýsingar: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-programme/erasmus_en.htm http://ec.europa.eu/education/erasmus/25thanniversary_en.htm og http://lme.is/page/erasmus_forsida http://lme.is/page/erasmus25ara
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar