Vildirðu láta opna bréfin þín? Ögmundur Jónasson skrifar 25. júní 2013 00:01 Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun