Handbolti

Narcisse er handboltamaður ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frakkinn Daniel Narcisse hefur verið útnefndur besti handboltamaður heims árið 2012 af Alþjóðahandboltasambandinu.

Narcisse átti mikilli velgengni að fagna með Kiel á síðasta ári auk þess að vera lykilmaður í landsliði Frakklands. Hann hlaut 25 prósent atkvæða í kjörinu en næstur kom Mikkel Hansen frá Danmörku með 21 prósent.

Hansen varð efstur í þessu kjöri í fyrra en þrátt fyrir að Danir urðu Evrópumeistarar í Serbíu fyrir ári síðan náði hann ekki efsta sætinu nú.

Þrír voru jafnir í þriðja sæti með átján prósent atkvæðanna - þeir Filip Jicha, Kim Andersson og Julen Aguinagalde.

Í kvennaflokki varð Alexandra do Nascimento frá Brasilíu hlutskörpust með 28 prósent atkvæða. Heidi Löke frá Noregi og Bojana Popovic frá Svartfjallalandi urðu jafnar í öðru sæti með 24 prósent hvor.

Í morgun var tilkynnt að Narcisse hefði samið við Paris Handball. Hann yfirgefur því Kiel þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×