Handbolti

Narcisse á leið til Parísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að skyttan Daniel Narcisse sé á leið frá þýska stórliðinu Kiel í sumar og til Paris Handball.

Narcisse mun þegar hafa skrifað undir tveggja ára samning við Parísarliðið sem hefur styrkt sig mjög að undanförnu. Samningurinn mun vera með möguleika á framleningu til eins árs.

Samningur Narcisse við Kiel rennur út í lok tímabilsins en þangað kom hann árið 2009. Hann lék áður með Gummersbach en Alfreð Gíslason hefur þjálfað hann hjá báðum félögum.

Klaus Elwardt, framkvæmdarstjóri Kiel, staðfestir að Narcisse muni fara í sumar. „Við buðum honum tveggja ára samning en hann hafnaði honum. Við höfum skilning á hans ákvörðun en sjáum á eftir honum.“

Þeir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru á mála hjá Paris Handball sem er með fullt hús stiga á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×