Handbolti

U-21 landsliðið fer ekki á HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinn Aron Sveinsson.
Sveinn Aron Sveinsson. Mynd/Stefán
Íslenska U-21 landsliðið í handbolta mun ekki taka þátt á Heimsmeistaramótinu í Bosníu sem fram fer í júlí næsta sumar.

Strákarnir áttu smá von eftir jafntefli, 27-27, við Slóveníu fyrr í dag en þá varð liðið að treyst á að Úkraína myndi vinna Holland.

Guðmundur Hólmar Helgason og Sveinn Aron Sveinsson gerðu báðir sex mörk fyrir íslenska liðið fyrr í dag.

Holland vann aftur á móti tveggja marka sigur á Úkraínu 25-23 í Hollandi og þá lauk draumnum um sæti á HM 2013 fyrir íslensku strákana.

Hollendingar fara því áfarm á HM ásamt Slóveníu en Ísland og Úkraína sitja eftir. Holland fer því áfram í lokakeppni HM í Bosníu ásamt Slóveníu, sem að í morgun gerði jafntefli við Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×