Handbolti

U21 strákarnir byrjuðu á sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir Guðmundsson
Geir Guðmundsson Mynd/Valli
Íslenska U21 árs landslið karla í handbolta vann tveggja marka sigur á Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Hollandi.

Staðan í hálfleik var 12-12 og höfðu Úkraínumenn frumkvæðið framan af síðari hálfleik. Fimm mörk Íslands í röð breyttu leiknum og lönduðu okkar menn tveggja marka sigri.

Kristján Jóhannsson skoraði flest mörk Íslands eða sex. Geir Guðmundsson kom næstur með fjögur og Janus Daði Smárason skoraði þrjú. Geir innsiglaði sigur Íslands með marki 35 sekúndum fyrir leikslok.

Ísland er í riðli með heimaþjóðinni Hollandi og Slóveníu. Ísland mætir Hollandi á morgun og Slóveníu á sunnudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast í lokakeppnina sem fram fer í Bosníu og Hersegóvínu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×