Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum.
Antonio Adán fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins átta mínútna leik þegar hann braut á leikmanni Sociedad sem sloppinn var einn í gegn. Vítaspyrna dæmd og Adán fauk útaf. Karim Benzema hafði reyndar komið Real Madrid yfir í leiknum á annarri mínútu leiksins en það var Xabier Prieto sem jafnaði metin úr vítaspyrnunni.
Sami Khedira kom síðan Real Madrid yfir tíu mínútum fyrir leikhlé en Xabier Prieto var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar og jafnaði metin 2-2. Þannig var staðan í hálfleik. Þá var komið að Cristiano Ronaldo en hann skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla tuttugu mínútum fyrir leikslok og staðan orðin 4-2.
Leikmenn Real Sociedad neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Xabier Prieto skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Lengra komust Sociedad ekki og niðurstaðan sigur Real Madrid í mögnuðum leik. Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig.
Staðan í spænsku úrvalsdeildinni.
Real Madrid vann í sjö marka leik
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn