Liðsmenn Milan gengu af velli vegna kynþáttafordóma | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 22:15 Kevin-Prince Boateng Nordicphotos/Getty Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar. Ítalski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar.
Ítalski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn