Handbolti

Óskar Bjarni missir ekki markvörðinn sinn í leikbann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilia Grubbström.
Cecilia Grubbström. Mynd/AFP
Sænski landsliðsmarkvörðurinn Cecilia Grubbström verður til taks fyrir Óskar Bjarna Óskarsson þegar kvennalið Viborg mætir FIF á útivelli í dönsku deildinni um helgina.

Markvörðurinn slapp við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald eftir aðeins 39 sekúndur í fyrsta leik liðsins undir stjórn Óskars Bjarna.

Cecilia Grubbström fékk rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Álaborgar í hraðaupphlaupi á fyrstu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök því Viborg vann öruggan fjórtán marka sigur í leiknum, 35-21, og varamarkvörðurinn Sös Söby varði vel í markinu.

Sjónvarpsmyndir frá leiknum sýndu hinsvegar að það var útileikmaðurinn Rikke Skov sem braut á leikmanni Álaborgar en ekki markvörðurinn. Grubbström var því ranglega rekin í sturtu en sleppur fyrir vikið við leikbann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×