Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Makedónía 19-23 Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 15. janúar 2013 12:45 Þórir Ólafsson fer hér inn úr horninu gegn Makedóníu í Sevilla í dag. Mynd/Vilhelm Stórkostlegur varnarleikur lagði grunninn að 23-19 sigri Íslands í kvöld gegn Makedóníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Íslenski varnarmúrinn stóðst nánast allar atlögur Makedóníumanna sem áttu engin svör – og sérhæfðu varnarmennirnir Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson fögnuðu gríðarlega í hvert sinn sem þeir höfðu betur gegn ráðlausum Makedóníumönnum. Með sigrinum er Ísland skrefi nær því að komast í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur efstu liðin komast úr hverjum riðli. Íslenska liðið byrjaði af krafti og komst í 4-0 og Makedónía skoraði ekki mark fyrr en eftir 9 mínútur. Staðan var jöfn í hálfleik, 10-10, en í upphafi þess síðari small íslenska vörnin saman og hélt „hreinu" í 10 mínútur á meðan liðið skoraði á ný fjögur mörk í röð, staðan 14-10. Kiril Lazarov, einn besti handboltamaður heims, var í „gjörgæslu" hjá Aroni Pálmarssyni í vörninni og Aron sýndi og sannaði að hann gríðarlega öflugur varnarmaður. Lazarov skoraði aðeins fjögur mörk og ekkert þeirra með skoti utan af velli. „Ég fékk að hlaupa út í Lazarov en Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson voru í mun erfiðara hlutverki að halda línumönnum þeirra. Vörnin var í heimsklassa," sagði Aron Pálmarsson. Björgvin Gústavsson var góður í marki Íslands. Og hann varði alls 18 skot og var með 49% markvörslu. „Ég þurfti bara að blaka aðeins við boltanum í 20 mínútur í þessum leik – þegar maður er með svona vörn fyrir framan sig þá verður allt mun auðveldara fyrir okkur markmennina," sagði Björgvin eftir leikinn. Ísland hélt Makedóníu í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Munurinn varð minnstur 3 mörk og með klókindum í vörn og sókn náði íslenska liðið að landa gríðarlega mikilvægum sigri. Aron Kristjánsson hefur ekki langan tíma til þess að laga það sem þarf að laga í leik liðsins fyrir næsta leik. Sóknarleikur liðsins hefur oft verið betri – liðið nær að opna varnir mótherjana en það vantar að nýta færin betur og of margar sóknir fóru í súginn vegna mistaka. Á morgun mætir liðið Dönum sem eru taldir sigurstranglegir á þessu móti. Leikurinn hefst kl. 19 og verður að sjálfsögðu fylgst með leiknum hér á Vísi samhliða beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aron: Sterkur karakter og mikill sigurviljiAron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Makedóníu í dag. Ísland vann fjögurra marka sigur, 23-19, og Aron var ánægður í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Makedónía átti ekkert svar við okkar varnarleik sem var magnaður í dag. Þá var Björgvin sterkur í markinu," sagði Aron. „Við lentum þó í basli í sókninni en ákváðum samt að halda áfram að gera hluti sem voru að skila opnunum, þó svo að mörkin hafi ekki alltaf komið enda átti markvörðurinn þeirra góðan dag." „Það gekk upp. Strákarnir sýndu mikinn sigurvilja og sterkan karakter og það borgaði sig. " Ísland mætir næst Dönum á morgun og er það mikilvægur leikur. „Nú förum við að hugsa um morgundaginn en það var leikurinn í dag sem skipti fyrst og fremst máli. Það er samt alltaf gaman að mæta Dönum og þeir eru alltaf hræddir við okkur." „Það er ljóst að við þurfum að ná samskonar vörn upp í þeim leik." Guðjón Valur: Þreyta engin afsökunGuðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, segir að það sé gott að geta treyst á góða vörn í íslenska liðinu. „Það var æðislegt að sjá strákana í þessum ham í dag," sagði Guðjón Valur um íslensku vörnina sem var í aðalhlutverki í fjögurra marka sigri á Makedóníu á HM í handbolta í dag. „Það var vörnin sem bjó til þennan sigur í dag. Við neyddum þá í erfið skot og það var ekkert flæði í þeirra sóknarleik," sagði Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag. „Sóknarleikurinn okkar hefur aldrei verið höfuðverkur í gegnum árin en hann er ekki okkar sterka hlið núna. Þá er æðislegt að geta treyst á svona vörn eins og við fengum í dag. Því ekki verða andstæðingarnir auðveldari nú." Ísland mætir Danmörku strax á morgun og strákarnir þurfa því að nýta tímann vel og hvílast. „Þreyta er engin afsökun og hefur aldrei verið. Menn eiga að bíta á jaxlinn eða fara heim. Við sitjum allir við sama borð og ég kaupi aldrei þá afsökun að menn séu þreyttir." Sverre: Þetta var mikið stríðSverre Jakobsson átti stórbrotinn leik í íslensku vörninni gegn Makedóníu í dag. Strákarnir unnu fjögurra marka sigur, 23-19, en það var fyrst og fremst vörn og markvarsla sem voru í aðalhlutverki hjá strákunum okkar að þessu sinni. „Það var hrikalega erfitt að glíma við þá. Þetta var mikið stríð og maður er þreyttur núna. Ég er afskaplega glaður að þetta hafi gengið upp," sagði Sverre við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Leikskipulagið gekk fullkomnlega upp. Þetta kostaði vissulega mikil átök en við fórum inn í leikinn með það fyrir augum að gefa allt af okkur." Sóknarleikur Íslands hikstaði á löngum köflum í dag en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Vörnin verður að halda þegar sóknin á ekki sína bestu daga. Mestu skiptir að við unnum. Þett var afar sætur sigur og skemmtilegur leikur - sérstaklega fyrir varnarmann eins og mig." Aron: Vörnin var í heimsklassaAron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag. „Vörnin var í heimsklassa og Björgvin fylgdi svo með. Við eigum að vinna svona leiki, helst með stærri mun. En við klikkuðum á mörgum færum. Ég er þó sáttur við tvö stig," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson. Aron átti frábæran dag í vörninni en hann fékk það hlutverk að gæta Kiril Lazarov - sem náði sér engan veginn á strik. „Ég fíla það best að vera settur á einn mann. Mér fannst hann gera lítið en það vörnin sem skóp þetta." „Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra leik og búnir að setja okkur ákveðnar reglur sem við fórum eftir. Þannig virkar þetta best." Ísland mætir Danmörku á morgun og Aron hlakkar til þess. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum enda yfirleitt hörkuleikir. Við ætlum að mæta til leiks með það markmið að vinna." Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigurBjörgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins. „Mér leið mjög vel og hefur liðið vel allt mótið. Nú var munurinn sá að vörnin var að loka mörgum færum. Ég gat blakað 4-5 boltum aftur fyrir og allt slíkt hjálpar til," sagði Björgvin Páll í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og hann gefur okkur mikinn kraft. Við eigum rosalegan leik við Dani strax annað kvöld og menn voru að spila á öllu þeir sem áttu inni í þessum leik." „Nú þurfum við að hvílast, borða vel og mæta svo Dönunum af krafti." Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Stórkostlegur varnarleikur lagði grunninn að 23-19 sigri Íslands í kvöld gegn Makedóníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Íslenski varnarmúrinn stóðst nánast allar atlögur Makedóníumanna sem áttu engin svör – og sérhæfðu varnarmennirnir Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson fögnuðu gríðarlega í hvert sinn sem þeir höfðu betur gegn ráðlausum Makedóníumönnum. Með sigrinum er Ísland skrefi nær því að komast í 16-liða úrslit keppninnar en fjögur efstu liðin komast úr hverjum riðli. Íslenska liðið byrjaði af krafti og komst í 4-0 og Makedónía skoraði ekki mark fyrr en eftir 9 mínútur. Staðan var jöfn í hálfleik, 10-10, en í upphafi þess síðari small íslenska vörnin saman og hélt „hreinu" í 10 mínútur á meðan liðið skoraði á ný fjögur mörk í röð, staðan 14-10. Kiril Lazarov, einn besti handboltamaður heims, var í „gjörgæslu" hjá Aroni Pálmarssyni í vörninni og Aron sýndi og sannaði að hann gríðarlega öflugur varnarmaður. Lazarov skoraði aðeins fjögur mörk og ekkert þeirra með skoti utan af velli. „Ég fékk að hlaupa út í Lazarov en Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson voru í mun erfiðara hlutverki að halda línumönnum þeirra. Vörnin var í heimsklassa," sagði Aron Pálmarsson. Björgvin Gústavsson var góður í marki Íslands. Og hann varði alls 18 skot og var með 49% markvörslu. „Ég þurfti bara að blaka aðeins við boltanum í 20 mínútur í þessum leik – þegar maður er með svona vörn fyrir framan sig þá verður allt mun auðveldara fyrir okkur markmennina," sagði Björgvin eftir leikinn. Ísland hélt Makedóníu í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði síðari hálfleiks. Munurinn varð minnstur 3 mörk og með klókindum í vörn og sókn náði íslenska liðið að landa gríðarlega mikilvægum sigri. Aron Kristjánsson hefur ekki langan tíma til þess að laga það sem þarf að laga í leik liðsins fyrir næsta leik. Sóknarleikur liðsins hefur oft verið betri – liðið nær að opna varnir mótherjana en það vantar að nýta færin betur og of margar sóknir fóru í súginn vegna mistaka. Á morgun mætir liðið Dönum sem eru taldir sigurstranglegir á þessu móti. Leikurinn hefst kl. 19 og verður að sjálfsögðu fylgst með leiknum hér á Vísi samhliða beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aron: Sterkur karakter og mikill sigurviljiAron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Makedóníu í dag. Ísland vann fjögurra marka sigur, 23-19, og Aron var ánægður í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Makedónía átti ekkert svar við okkar varnarleik sem var magnaður í dag. Þá var Björgvin sterkur í markinu," sagði Aron. „Við lentum þó í basli í sókninni en ákváðum samt að halda áfram að gera hluti sem voru að skila opnunum, þó svo að mörkin hafi ekki alltaf komið enda átti markvörðurinn þeirra góðan dag." „Það gekk upp. Strákarnir sýndu mikinn sigurvilja og sterkan karakter og það borgaði sig. " Ísland mætir næst Dönum á morgun og er það mikilvægur leikur. „Nú förum við að hugsa um morgundaginn en það var leikurinn í dag sem skipti fyrst og fremst máli. Það er samt alltaf gaman að mæta Dönum og þeir eru alltaf hræddir við okkur." „Það er ljóst að við þurfum að ná samskonar vörn upp í þeim leik." Guðjón Valur: Þreyta engin afsökunGuðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, segir að það sé gott að geta treyst á góða vörn í íslenska liðinu. „Það var æðislegt að sjá strákana í þessum ham í dag," sagði Guðjón Valur um íslensku vörnina sem var í aðalhlutverki í fjögurra marka sigri á Makedóníu á HM í handbolta í dag. „Það var vörnin sem bjó til þennan sigur í dag. Við neyddum þá í erfið skot og það var ekkert flæði í þeirra sóknarleik," sagði Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag. „Sóknarleikurinn okkar hefur aldrei verið höfuðverkur í gegnum árin en hann er ekki okkar sterka hlið núna. Þá er æðislegt að geta treyst á svona vörn eins og við fengum í dag. Því ekki verða andstæðingarnir auðveldari nú." Ísland mætir Danmörku strax á morgun og strákarnir þurfa því að nýta tímann vel og hvílast. „Þreyta er engin afsökun og hefur aldrei verið. Menn eiga að bíta á jaxlinn eða fara heim. Við sitjum allir við sama borð og ég kaupi aldrei þá afsökun að menn séu þreyttir." Sverre: Þetta var mikið stríðSverre Jakobsson átti stórbrotinn leik í íslensku vörninni gegn Makedóníu í dag. Strákarnir unnu fjögurra marka sigur, 23-19, en það var fyrst og fremst vörn og markvarsla sem voru í aðalhlutverki hjá strákunum okkar að þessu sinni. „Það var hrikalega erfitt að glíma við þá. Þetta var mikið stríð og maður er þreyttur núna. Ég er afskaplega glaður að þetta hafi gengið upp," sagði Sverre við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Leikskipulagið gekk fullkomnlega upp. Þetta kostaði vissulega mikil átök en við fórum inn í leikinn með það fyrir augum að gefa allt af okkur." Sóknarleikur Íslands hikstaði á löngum köflum í dag en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Vörnin verður að halda þegar sóknin á ekki sína bestu daga. Mestu skiptir að við unnum. Þett var afar sætur sigur og skemmtilegur leikur - sérstaklega fyrir varnarmann eins og mig." Aron: Vörnin var í heimsklassaAron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag. „Vörnin var í heimsklassa og Björgvin fylgdi svo með. Við eigum að vinna svona leiki, helst með stærri mun. En við klikkuðum á mörgum færum. Ég er þó sáttur við tvö stig," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson. Aron átti frábæran dag í vörninni en hann fékk það hlutverk að gæta Kiril Lazarov - sem náði sér engan veginn á strik. „Ég fíla það best að vera settur á einn mann. Mér fannst hann gera lítið en það vörnin sem skóp þetta." „Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra leik og búnir að setja okkur ákveðnar reglur sem við fórum eftir. Þannig virkar þetta best." Ísland mætir Danmörku á morgun og Aron hlakkar til þess. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum enda yfirleitt hörkuleikir. Við ætlum að mæta til leiks með það markmið að vinna." Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigurBjörgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins. „Mér leið mjög vel og hefur liðið vel allt mótið. Nú var munurinn sá að vörnin var að loka mörgum færum. Ég gat blakað 4-5 boltum aftur fyrir og allt slíkt hjálpar til," sagði Björgvin Páll í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og hann gefur okkur mikinn kraft. Við eigum rosalegan leik við Dani strax annað kvöld og menn voru að spila á öllu þeir sem áttu inni í þessum leik." „Nú þurfum við að hvílast, borða vel og mæta svo Dönunum af krafti."
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira