Blakmaður ársins, Orri Þór Jónsson, er atvinnumaður í blaki í Danmörku og leikur með HIK Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni en hann gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu HK nú í sumar.
Orri og félagar heimsóttu meistarana, Middelfart um helgina en fimm ár eru síðan HIK vann Middelfart síðast, svo búist var við erfiðum leik.
Fyrsta hrinan byraði ekki vel fyrir Orra Þór og félaga og töpuðu þeir henni 25-22. Í annarri hrinu var allt annar bragur á leiknum og lítill munur á liðunum og sem endaði með sigri Middelfart.
HIK skipti um gír í þriðju hrinu enda komnir upp við vegg og unnu næstu tvær hrinur 22-25 og 23-25 og tryggðu sér þar með oddahrinu í leiknum.
HIK komst i 8-0 í þeirri hrinu og vann hana örugglega 15-5 og leikinn þar með. Orri Þór spilaði vel og gerði alls 24 stig i leiknum fyrir sitt lið svo hann er greinilega að finna sig í dönsku deildinni.
Orri og félagar lögðu meistarana

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti