Massimo Moratti, forseti Inter á Ítalíu, staðfesti í gærkvöldi að félagið hefði samþykkt tilboð tyrkneska félagsins Galatasaray í Wesley Sneijder.
Sneijder var fyrir stuttu síðan einn eftirsóttasti leikmaður heims en hefur ekkert spilað með Inter síðan í september.
Hann hefur átt í launadeilum við félagið en Andrea Stramaccioni, stjóri liðsins, segir að ástæðurnar séu einnig af knattspyrnulegum toga.
„Við erum ánægðir með tilboð Galatasaray. Nú er þetta undir leikmanninum komið," sagði Moratti við ítalska fjölmiðla.
Sneijder varð þrefaldur meistari með Inter árið 2010 og stendur til boða nýr samningur hjá Inter - ef hann samþykkir launalækkun.
Inter tók tilboði Galatasaray í Sneijder
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti








„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti

Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti