Aníta ekki með eina Íslandsmetið í dag - Kolbeinn setti líka met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 22:50 Aníta Hinriksdóttir með Hrönn Guðmundsdóttur og Mörthu Ernstsdóttur. Mynd/ÓskarÓ Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag en áður hefur verið greint frá því að ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sló 32 ára met Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH í 1500 metra hlaupi um tæpar tvær sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Gríðarleg barátta var í 400 metra hlaupi karla sem endaði með því að Kolbeinn H. Gunnarsson UFA sigraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti 48,03 sekúndum en Ívar Jasonarson IR varð annar á 48,06 sekúndum sem er þriðji besti tími Íslendings í 400 metra hlaupi innanhúss. Lágmarkið á EM innanhúss er 48 sekúndur sléttar þannig að strákarnir voru báðir alveg við þröskuldinn. Aníta hljóp 1500 metrana á 4:19,57 mínútum og var mjög nálægt því að ná lágmarkinu á EM innanhúss í Gautaborg í mars sem er 4:19.00 mínútur. Aníta er þegar búin að ná lágmarki í 800 metra hlaupi. Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 1500 metra hlaupi í dag eftir harða keppni við færeyskan hlaupara en Arnar Pétursson úr ÍR kom fast á hæla þeim í 3. Sætinu. Hlynur hljóp á 4:05.84 mínútum en Arnar kom í mark á 4:10,06 mínútum en þetta er bæting hjá þeim báðum. Bjarki Gíslason úr UFA sigraði í stangarstökki karla og Mark W. Johson varð annar með 4,80 metra stökk. Börkur Smári Kristinsson snéri aftur til keppni eftir um eins árs fjarveru og stökk hann 4.30 metra og varð í 4. sæti. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði með yfirburðum í 400m hlaupi kvenna á 56,04 sekúndum en hún náði fínum árangri í 200 metra hlaupi og langstökki í gær. „Þar með lauk 17. Stórmóti ÍR og má með sanni segja að vel hafi tekist til við undirbúning og framkvæmd, það er heldur ekki á hverjum degi sem eins góður árangur næst og eins góð stemmning er í salnum. Stuðningur áhorfenda við afreksfólkið var frábær og átti hann eflaust sinn þátt í góðum afrekum" segir í frétt á ÍR-síðunni og það er hægt að taka undir þessi orð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag en áður hefur verið greint frá því að ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sló 32 ára met Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH í 1500 metra hlaupi um tæpar tvær sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Gríðarleg barátta var í 400 metra hlaupi karla sem endaði með því að Kolbeinn H. Gunnarsson UFA sigraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti 48,03 sekúndum en Ívar Jasonarson IR varð annar á 48,06 sekúndum sem er þriðji besti tími Íslendings í 400 metra hlaupi innanhúss. Lágmarkið á EM innanhúss er 48 sekúndur sléttar þannig að strákarnir voru báðir alveg við þröskuldinn. Aníta hljóp 1500 metrana á 4:19,57 mínútum og var mjög nálægt því að ná lágmarkinu á EM innanhúss í Gautaborg í mars sem er 4:19.00 mínútur. Aníta er þegar búin að ná lágmarki í 800 metra hlaupi. Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 1500 metra hlaupi í dag eftir harða keppni við færeyskan hlaupara en Arnar Pétursson úr ÍR kom fast á hæla þeim í 3. Sætinu. Hlynur hljóp á 4:05.84 mínútum en Arnar kom í mark á 4:10,06 mínútum en þetta er bæting hjá þeim báðum. Bjarki Gíslason úr UFA sigraði í stangarstökki karla og Mark W. Johson varð annar með 4,80 metra stökk. Börkur Smári Kristinsson snéri aftur til keppni eftir um eins árs fjarveru og stökk hann 4.30 metra og varð í 4. sæti. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði með yfirburðum í 400m hlaupi kvenna á 56,04 sekúndum en hún náði fínum árangri í 200 metra hlaupi og langstökki í gær. „Þar með lauk 17. Stórmóti ÍR og má með sanni segja að vel hafi tekist til við undirbúning og framkvæmd, það er heldur ekki á hverjum degi sem eins góður árangur næst og eins góð stemmning er í salnum. Stuðningur áhorfenda við afreksfólkið var frábær og átti hann eflaust sinn þátt í góðum afrekum" segir í frétt á ÍR-síðunni og það er hægt að taka undir þessi orð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira