Kári Steinn og Rannveig eru hlauparar ársins 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 11:30 Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki. Mynd/Anton Framfarir – hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, völdu um helgina frammúrskarandi hlaupara og hlaupahópa ársins 2012 en þetta er tíunda árið í röð sem samtökin afhenda þessi verðlaun. Viðurkenningarnar voru veittar á Reykjavík International Games í Laugardalshöll. Rannveig Oddsdóttir úr UFA og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki voru kosin hlauparar ársins en þau efnilegustu þóttu vera Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Arnar Orri Sveinsson úr ÍR.Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning valnefndarinnar.Konur:Hlaupari ársins: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði sínum besta árangri í 10 km hlaupi í sumar en þá hljóp hún á tímanum 37:11 mín í Akureyrarhlaupinu sem jafnframt var Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi og bar hún þar sigur úr bítum. Þá tók hún þátt í Berlínarmaraþoninu í október þar sem hún náði öðrum besta tíma Íslendings frá upphafi 2:52,3 klst Þessi árangur fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.Mestu framfarir: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig bætti tímann sinn í 10 km götuhlaupi úr 37:51 mín árið 2010 í 37:11 mín árið 2012. Hún bætti tímann sinn í hálfu maraþoni úr 1:24:05 klst í 1:23:19 klst og síðast en ekki síst bætti hún tímann sinn í maraþoni úr 2:57:33 klst í 2:53:3 klst.Efnilegasti unglingurinn: Aníta Hinriksdóttir ÍR Aníta Hinriksdóttir átti frábært ár og stimplaði sig inn sem besti hlaupari landsins og okkar mesta efni í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Aníta bætti fjöldamörg Íslandsmet á árinu, en þar ber hæst metið 800m hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 2:05,96 mín snemma í janúar og 800m hlaup kvenna utanhúss 2:03,15 mín í júlí þar sem hún bætti 29 ára gamal met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH. Hún stimplaði sig á alþjóðagrundu þegar hún náði 4. sæti á HM 17 ára og yngri í Barcelona Spáni í sumar.Karlar:Hlaupari ársins: Kári Steinn Karlsson Breiðablik Kári Steinn stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í London árið 2012 þar sem hann náði 42. sæti af yfir 100k eppendum á tímanum 2:18:47 klst.. Þá náði hann á vormánuðum 3. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km brautarhlaupi á tímanum 29:50,56 mín ásamt því að vinna öll mót og halup sem hann tók þátt í á íslenskri grundu.Mestu framfarir: Ingvar Hjartarson Fjölni Ingvar stimplaði sig inn sem hörku hlaupara á árinu 2012. Hann bætti 5000m tímann sinn innanhúss úr 16:49,52 mín árið 2011 í 15:16,04 mín árið 2012 sem er veruleg bætin. Þá syndic hann styrk sinn í götuhlaupunum þegar hann hljóp 10km á 33:47 mín í Brúarhlaupinu og náði 2. sæti í Gamlárshlaupi ÍR.Efnilegasti unglingurinn: Arnar Orri Sveinsson ÍR Arnar Orri sannaði sig sem mikið efni í millivegalengdahlaupum þegar hann hljóp 800m á 2:01,81 mín utanhúss (bæting úr 2:03,01 mín) og 2:00,20 mín innahúss (bæting úr 2:04,01 mín).Hlaupahópur ársins: Afrekshópur – Ármann Daníel Smári Guðmundsson Valnefndin varskipuð var Jóni Sævari Þórðarsyni, Ragnheiði Ólafsdóttur, Sigurði Pétir Sigmundssyni og Stefáni Guðmundssyni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu Sjá meira
Framfarir – hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, völdu um helgina frammúrskarandi hlaupara og hlaupahópa ársins 2012 en þetta er tíunda árið í röð sem samtökin afhenda þessi verðlaun. Viðurkenningarnar voru veittar á Reykjavík International Games í Laugardalshöll. Rannveig Oddsdóttir úr UFA og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki voru kosin hlauparar ársins en þau efnilegustu þóttu vera Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Arnar Orri Sveinsson úr ÍR.Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning valnefndarinnar.Konur:Hlaupari ársins: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði sínum besta árangri í 10 km hlaupi í sumar en þá hljóp hún á tímanum 37:11 mín í Akureyrarhlaupinu sem jafnframt var Íslandsmótið í 10 km götuhlaupi og bar hún þar sigur úr bítum. Þá tók hún þátt í Berlínarmaraþoninu í október þar sem hún náði öðrum besta tíma Íslendings frá upphafi 2:52,3 klst Þessi árangur fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.Mestu framfarir: Rannveig Oddsdóttir UFA Rannveig bætti tímann sinn í 10 km götuhlaupi úr 37:51 mín árið 2010 í 37:11 mín árið 2012. Hún bætti tímann sinn í hálfu maraþoni úr 1:24:05 klst í 1:23:19 klst og síðast en ekki síst bætti hún tímann sinn í maraþoni úr 2:57:33 klst í 2:53:3 klst.Efnilegasti unglingurinn: Aníta Hinriksdóttir ÍR Aníta Hinriksdóttir átti frábært ár og stimplaði sig inn sem besti hlaupari landsins og okkar mesta efni í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Aníta bætti fjöldamörg Íslandsmet á árinu, en þar ber hæst metið 800m hlaupi kvenna innanhúss þegar hún hljóp á 2:05,96 mín snemma í janúar og 800m hlaup kvenna utanhúss 2:03,15 mín í júlí þar sem hún bætti 29 ára gamal met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH. Hún stimplaði sig á alþjóðagrundu þegar hún náði 4. sæti á HM 17 ára og yngri í Barcelona Spáni í sumar.Karlar:Hlaupari ársins: Kári Steinn Karlsson Breiðablik Kári Steinn stóð sig frábærlega á Ólympíuleikunum í London árið 2012 þar sem hann náði 42. sæti af yfir 100k eppendum á tímanum 2:18:47 klst.. Þá náði hann á vormánuðum 3. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km brautarhlaupi á tímanum 29:50,56 mín ásamt því að vinna öll mót og halup sem hann tók þátt í á íslenskri grundu.Mestu framfarir: Ingvar Hjartarson Fjölni Ingvar stimplaði sig inn sem hörku hlaupara á árinu 2012. Hann bætti 5000m tímann sinn innanhúss úr 16:49,52 mín árið 2011 í 15:16,04 mín árið 2012 sem er veruleg bætin. Þá syndic hann styrk sinn í götuhlaupunum þegar hann hljóp 10km á 33:47 mín í Brúarhlaupinu og náði 2. sæti í Gamlárshlaupi ÍR.Efnilegasti unglingurinn: Arnar Orri Sveinsson ÍR Arnar Orri sannaði sig sem mikið efni í millivegalengdahlaupum þegar hann hljóp 800m á 2:01,81 mín utanhúss (bæting úr 2:03,01 mín) og 2:00,20 mín innahúss (bæting úr 2:04,01 mín).Hlaupahópur ársins: Afrekshópur – Ármann Daníel Smári Guðmundsson Valnefndin varskipuð var Jóni Sævari Þórðarsyni, Ragnheiði Ólafsdóttur, Sigurði Pétir Sigmundssyni og Stefáni Guðmundssyni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu Sjá meira