Ítalska félagið AS Roma er í þjálfaraleit eftir að félagið rak Zdenek Zeman um helgina. Félagið hefur nú staðfest að það sé á höttunum eftir Laurent Blanc, fyrrum þjálfara franska landsliðsins.
"Blanc er á okkar óskalista enda erum við mjög hrifnir af honum," sagði Franco Baldini, framkvæmdastjóri Roma.
Roma ætlar að ráða bráðabirgðastjóra út leiktíðina og ráða svo stórt nafn í sumar.
Blanc hefur ekkert þjálfað síðan hann hætti með franska landsliðið eftir EM á síðasta ári.
