Lagerbäck leitar að réttu stöðunni fyrir Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2013 17:50 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck í tilefni af vináttulandsleiknum á móti Rússum í Marbella á Spáni á morgun en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við munum reyna að spila eins og við vorum að gera á síðasta ári. Við höfum samt náð góðum æfingum hér á Spáni og munum kannski prófa nýja hluti og þá sérstaklega inn á miðsvæðinu. Við ætlum að reyna að fá vængmennina til að vera sókndjarfari en við sjáum síðan til hvernig það gengur," sagði Lars Lagerbäck. Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í liðið eftir axlarmeiðsli og Guðjón spurði um hvað það gæfi íslenska liðinu. „Ég er mjög ánægður með að fá Kolbein til baka. Hann er með frábæra tölfræði í landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, og það eru ekki margir framherjar sem ná því. Það vita allir íslenskir fótboltaáhugamenn að hann er mjög góður markaskorari og það er gott fyrir okkur að fá hann til baka. Við verðum samt að fara varlega með hann því hann er að koma til baka eftir meiðslin," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Hann spilar kannski 45 til 60 mínútur á morgun en ég er mjög ánægður með að fá hann til baka inn í liðið ekki síst ef hann verður kominn í hundrað prósent form fyrir leikinn á móti Slóveníu. Það væri virkilega gott fyrir okkur," sagði Lagerbäck. Guðjón spurði landsliðsþjálfarann út í Eið Smára Guðjohnsen og hvort að hann hafi séð hann spila í Belgíu nýverið. „Ég hef séð leiki með honum í sjónvarpinu en þegar ég ætlaði að sjá hann spila í fyrsta leiknum eftir jól þá urðu þeir að fresta leiknum vegna snjókomu. Ég hef því ekki séð hann spila á staðnum en er búinn að sjá nokkra leiki með honum hjá sínu nýja félagi í sjónvarpinu," sagði Lagerbäck. „Ein af ástæðunum fyrir því að við ætlum að prófa nýja hluti á morgun er að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Við erum með nokkra flotta sóknarmenn í Gylfa, Alfreð og Kolbeini sem eru að gera góða hluti. Maður vill alltaf hafa sína bestu menn inn á vellinum en á sama tíma verður maður að finna rétta jafnvægið innan liðsins," sagði Lars. „Við munum prófa okkur áfram og reyna að finna það sem kemur best út fyrir liðið. Það er gott tækifæri að gera það á móti virkilega góðu liði eins og Rússlandi," sagði Lagerbäck en gæti Svíinn hugsað sér að nota Eið Smára inn á miðjunni. „Við erum að hugsa um það og það er eitt af því sem kemur til greina ef hann verður í byrjunarliðinu. Ég er forvitinn að prófa að láta hann spila mismunandi stöðu eftir hálfleikjum á morgun. Við verðum samt að bíða að sjá hvort allir verði heilir fyrir leikinn en eftir æfinguna í morgun þá voru allir klárir," sagði Lagerbäck. „Ég hef alltaf trú á sigri þó að mitt lið sé að mæta mjög sterku liði. Það er það sem er svo heillandi við fótboltann að þótt að við séum ekki með eins sterkt lið og Rússar þá hefur maður alltaf möguleika í fótbolta. Það er alltaf nauðsynlegt að stefna á sigur og ef það tekst að vinna Rússland þá væri það mjög gott fyrir sjálfstraustið í liðinu. Það væri líka gott skref í þá átt að byggja upp sigurmenningu innan liðsins. Við eigum möguleika en þetta verður erfiður leikur," sagði Lagerbäck en hvað þarf íslenska landsliðið helst að bæta. „Ef við tökum mið af síðasta ári þá fengum við alltof mörg mörk á okkur. Liðin voru að skora 1,4 mörk að meðaltali á okkur á síðasta ári og það eru of mörg mörk ef menn ætla sér að vera topplið. Vörnin í heild sinni er góð en við þurfum að halda betur einbeitingunni í vítateignum. Við sýndum strákunum myndbrot frá síðasta ári á liðsfundi á dögunum og vonandi halda þeir betur einbeitingunni í framhaldinu," sagði Lars Lagerbäck en það er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck í tilefni af vináttulandsleiknum á móti Rússum í Marbella á Spáni á morgun en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við munum reyna að spila eins og við vorum að gera á síðasta ári. Við höfum samt náð góðum æfingum hér á Spáni og munum kannski prófa nýja hluti og þá sérstaklega inn á miðsvæðinu. Við ætlum að reyna að fá vængmennina til að vera sókndjarfari en við sjáum síðan til hvernig það gengur," sagði Lars Lagerbäck. Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í liðið eftir axlarmeiðsli og Guðjón spurði um hvað það gæfi íslenska liðinu. „Ég er mjög ánægður með að fá Kolbein til baka. Hann er með frábæra tölfræði í landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, og það eru ekki margir framherjar sem ná því. Það vita allir íslenskir fótboltaáhugamenn að hann er mjög góður markaskorari og það er gott fyrir okkur að fá hann til baka. Við verðum samt að fara varlega með hann því hann er að koma til baka eftir meiðslin," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Hann spilar kannski 45 til 60 mínútur á morgun en ég er mjög ánægður með að fá hann til baka inn í liðið ekki síst ef hann verður kominn í hundrað prósent form fyrir leikinn á móti Slóveníu. Það væri virkilega gott fyrir okkur," sagði Lagerbäck. Guðjón spurði landsliðsþjálfarann út í Eið Smára Guðjohnsen og hvort að hann hafi séð hann spila í Belgíu nýverið. „Ég hef séð leiki með honum í sjónvarpinu en þegar ég ætlaði að sjá hann spila í fyrsta leiknum eftir jól þá urðu þeir að fresta leiknum vegna snjókomu. Ég hef því ekki séð hann spila á staðnum en er búinn að sjá nokkra leiki með honum hjá sínu nýja félagi í sjónvarpinu," sagði Lagerbäck. „Ein af ástæðunum fyrir því að við ætlum að prófa nýja hluti á morgun er að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Við erum með nokkra flotta sóknarmenn í Gylfa, Alfreð og Kolbeini sem eru að gera góða hluti. Maður vill alltaf hafa sína bestu menn inn á vellinum en á sama tíma verður maður að finna rétta jafnvægið innan liðsins," sagði Lars. „Við munum prófa okkur áfram og reyna að finna það sem kemur best út fyrir liðið. Það er gott tækifæri að gera það á móti virkilega góðu liði eins og Rússlandi," sagði Lagerbäck en gæti Svíinn hugsað sér að nota Eið Smára inn á miðjunni. „Við erum að hugsa um það og það er eitt af því sem kemur til greina ef hann verður í byrjunarliðinu. Ég er forvitinn að prófa að láta hann spila mismunandi stöðu eftir hálfleikjum á morgun. Við verðum samt að bíða að sjá hvort allir verði heilir fyrir leikinn en eftir æfinguna í morgun þá voru allir klárir," sagði Lagerbäck. „Ég hef alltaf trú á sigri þó að mitt lið sé að mæta mjög sterku liði. Það er það sem er svo heillandi við fótboltann að þótt að við séum ekki með eins sterkt lið og Rússar þá hefur maður alltaf möguleika í fótbolta. Það er alltaf nauðsynlegt að stefna á sigur og ef það tekst að vinna Rússland þá væri það mjög gott fyrir sjálfstraustið í liðinu. Það væri líka gott skref í þá átt að byggja upp sigurmenningu innan liðsins. Við eigum möguleika en þetta verður erfiður leikur," sagði Lagerbäck en hvað þarf íslenska landsliðið helst að bæta. „Ef við tökum mið af síðasta ári þá fengum við alltof mörg mörk á okkur. Liðin voru að skora 1,4 mörk að meðaltali á okkur á síðasta ári og það eru of mörg mörk ef menn ætla sér að vera topplið. Vörnin í heild sinni er góð en við þurfum að halda betur einbeitingunni í vítateignum. Við sýndum strákunum myndbrot frá síðasta ári á liðsfundi á dögunum og vonandi halda þeir betur einbeitingunni í framhaldinu," sagði Lars Lagerbäck en það er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti