Hinn ungi leikmaður AC Milan, M'Baye Niang, er afar ánægður með að hafa fengið Mario Balotelli til félagsins og talar fallega um óstýriláta Ítalann.
"Vonando nær Balotelli að hjálpa okkur að komast ofar í töflunni. Hann er frábær gaur og það þarf enginn að hafa áhyggjur af neinu. Hann lætur aðra brosa," sagði Niang.
Balotelli byrjaði feril sinn hjá Milan með látum er hann skoraði bæði mörk Milan í 2-1 sigri á Udinese.
Milan er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og er einum tólf stigum á eftir toppliði Juventus.
Balotelli er frábær gaur

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti