John Harbaugh stýrði Baltimore Ravens til sigurs í ameríska fótboltanum í nótt en Ravens-liðið vann þá 34-31 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina, Super Bowl. Jim Harbaugh, yngri bróðir, hans þjálfar lið 49ers.
John Harbaugh sagist eftir leikinn vera niðurbrotinn vegna bróður síns og sparar ekki á hann hrósið þrátt fyrir að hann hafi verið nýbúinn að vinna litla bróðir í stærsta leik ársins í amerískum íþróttum.
„Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður og það erfiðasta af öllu var að labba yfir völlinn til hans. Þið getið bara ímyndað ykkur að finna fyrir ótrúlegri sigurtilfinningu en jafnframt finna mikið til með bróður sínum. Þetta var mikið tilfinningaflóð," sagði John Harbaugh.
„Ég er stoltur af honum og hann er besti þjálfarinn í NFL-deildinni. Árangur hans með San Francisco 49ers sýnir það og sannar því það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað með liðið undanfarin tvö ár," sagði John Harbaugh.
Vann bróður sinn en kallar hann samt besta þjálfarann í NFL
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn