Maradona sýknaður eftir 30 ára baráttu eða hvað? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 15:15 Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma. Ítalski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma.
Ítalski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira